Orð dagsins 18.júní 2009

Neytendur virðast halda sínu striki í innkaupum á visthæfri og siðrænni vöru og þjónustu þrátt fyrir fjármálakreppu. Ef eitthvað er, virðist kreppan jafnvel stuðla að aukinni umhverfisvitund. Hins vegar beinast viðskiptin nú í auknum mæli að ódýrari vörunum í þessum flokki, á meðan dýrustu lúxusvörurnar eru frekar sniðgengnar. Jafnframt leggur fólk aukna áherslu á hagkvæmni, svo sem með því að velja vörur með lengri endingartíma, minni orkunotkun, léttari umbúðir, minni úrgang o.s.frv.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag 

Birt:
19. júní 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Umhverfismeðviituð innkaup ekki á undanhaldi“, Náttúran.is: 19. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/23/umhverfimeoviituo-innkaup-ekki-undanhaldi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. júní 2009

Skilaboð: