Höfrungarnir frá Yangtze fljóti eru nú "eiginlega" útdauðir, sem þýðir að þó það sé enný á eitthvað eftir af þeim þá eru þeir ekki nógu margir til að geta haldið stofninum við. Ástæðan fyrir þessum hörmungi er mikil vatnsmengun og plön um vatnsorkuver á heimaslóðum þeirra. Vatnsorkuver eru skaðandi fyrir höfrungastofninn því þau einangra hópa af höfrungum sem gerir það að verkum að það myndast tveir minni stofnar. Slíkt hefur þær afleiðingar í för með sér að fjölgunin minnkar og að æxlun sé ólíklegri.

Nú eru uppi vangaveltur um það hvort annað höfrungakyn, bleiku höfrungarnir frá Amazon fljóti, séu einnig í útrýmingahættu. Einnig eru þessir höfrungar kallaðir Boto. Ríkisstjórn Brasilíu hefur áformað að byggja vatnsorkuver í miðju búsvæði bleiku höfrunganna. Einnig er verið að veiða höfrungana og drepa þá - einungis í þeim tilgangi að nota ugga þeirra sem beitu !!! Mörg dauð og afskræmd lík höfrungana finnast og oft eru nöfn veiðimannana ristuð á baki höfrunganna.Bleiku höfrungarnir eru þó útbreiddari en aðrar tegundir á svæðinu, en mikil hnignun í fjölda þeirra er óheillavænlegur - u.þ.b. 10 % minnkun á ári.


"Ég sé fram á það að þetta eru örlög bleiku höfrunganna í Amazon-fljóti", segir Vera da Silva, líffræðingur við National Institute of Amazonian Research í Manaus.


Hvernig svona hörmung getur gerst get ég ekki skilið. Hvað fær heila ríkisstjórn til að ákveða slíkar framkvæmdir þegar hún er fullmeðvituð um það að með því útrými þau heillri dýrategund ?


Ég er farin að halda að mannfólkið sé tilfinningalaust og beri enga virðingu fyrir sínu umhverfi. Hvenær ætlar fólk að vakna upp úr þessum fastasvefni, átta sig á aðstæðunum í heiminum og fara að taka ábyrgð á sínum gjörðum?

Ég skammast mín fyrir að vera mennsk.

Frétt tekin af Treehugger

Myndir teknar af Treehugger , LibraryThinkquest , www.golfinhos.kit.net og Greenpeace

Birt:
19. júní 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Höfrungar í útrýmingarhættu“, Náttúran.is: 19. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/19/hfrungar-trmingarhttu/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: