Þjóðgarðar á Íslandi
Þannig hefst inngangur að greinarflokki um þjóðgarða Íslands í nýjasta tölublaði tímaritsins Útviveru.
Á Íslandi eru fjórir þjóðgarðar í dag. Fyrsti „þjóðgarðurinn“ eða friðlýsta svæði eru Þingvellir en þeir voru friðlýstir fyrir alþingishátíðina árið 1930. Árið 1956 voru fyrstu náttúruverndarlögin samþykkt á Íslandi og eru hinir þjóðgarðarnir friðlýstir samkvæmt þeim. Þeir eru Þjóðgarðurinn Skaftafell, friðlýstur 1966. Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur, friðlýstur 1973 og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, friðlýstur 2001.
Í Útiveru eru að þessu sinni teknir fyrir þjóðgarðarnir Þingvellir og Jökulsárgljúfur, rætt um forsögu og sérstöðu og hvað er boðið upp á hvorum stað og sagt frá tveimur áhugaverðum gönguleiðum. Sigþrúður Stella Jónsdóttir þjóðgarðsvörður skrifar greinina um Jökulsárgljúfur. Þar segir m.a. “Á sumrin eru starfræktar upplýsingmiðstöðvar í Ásbyrgi og Vesturdal, þar sem landverðir veita upplýsingar um alla þjónustu, afþreyingu og útivistarmöguleika í þjóðgarðinum og nágrenni. Sumarið 2007 er stefnt að því að opna Gljúfrastofu, nýja gestastofu og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi. Í þjóðgarðinum eru þrjú tjaldsvæði. Þjóðgarðurinn er tilvalinn til náttúruskoðunar og gönguferða. Landslag og lífríki er þar mjög fjölbreytt og andstæður miklar. Í og við Ásbyrgi er mikill birkiskógur með fjölbreyttum blómgróðri og skemmtilegu fuglalífi.“
-
Kortið er af Jökulsárgljúfur þjóðgarðinum. Gönguleiðir eru merktar með rauðum línum. Sjá nánar um þjóðgarða Íslands á vef Umhverfisstofnunar.
Sjá vef Útiveru. Sjá nánar um tjaldstæði á Íslandi á tjaldstaedi.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þjóðgarðar á Íslandi“, Náttúran.is: 30. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/tjodg_isl/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 4. maí 2007