Í kvöldfréttum Sjónvarpsins birtist frétt og viðtal við Gunnar Svavarsson varaformann stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf, þar sem kemur fram að Gunnar hefur tvívegis viðrað óskir sínar þess efnis á stjórnarfundi, að ekki verði farið með tilraunaboranir inn á ósnert svæði eins og Brennisteinsfjöll heldur ætti félagið að einbeita sér að því að nýta betur þau svæði sem þegar hefur verið raskað. Gunnar segir að nú sé tími til að breyta um stefnu enda aðrir tímar að koma upp í samfélaginu. Hann leggur til að draga skuli umsókn um rannsóknarleyfi til baka en Hitaveita Suðurnesja sótti um rannsóknarleyfið með Orkuveitu Reykjavíkur og getur því ekki tekið einhlýta ákvörðun um afturköllun að svo stöddu.
Hugmyndin sem kom fyrst fram á aðalfundi Landverndar þ. 29. 04. 2006 og var síðan kynnt nánar í Norræna húsinu þ. 07. 09. 2006, um að stofna eldfjallagarð og fólkvang á Reykjanesi virðist því vera að færast nær raunveruleikanum. En ein grundvallarforsenda þeirrar hugmyndar er einmitt að náttúruperlum eins og Brennisteinsfjöllum verði ekki raskað.
-

Myndin er frá Gunnuhver á Reykjanesskaga. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
18. október 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tillaga varaformanns Hitaveitu Suðurnesja: Brennisteinsfjöllum verði þyrmt“, Náttúran.is: 18. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/brennisteinsfjoll_tyrmt/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007

Skilaboð: