Dagur hinna villtu blóma verður haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 18. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Þann 18. júní 2006 verða plöntuskoðunarferðir skipulagðar á degi hinna villtu blóma á eftirtöldum stöðum:

1. Reykjavík, Undirhlíðar í Reykjanesfólkvangi. Brottför með rútu frá Ferðafélagi Íslands Mörkinni 6, kl. 10:00 og ekið að Undirhlíðum til plöntuskoðunar. Á eftur verður farið í Grasagarðinn í Laugardal, sem stendur að plöntuskoðuninni ásamt Ferðafélagi Íslands. Ferðalok um kl. 14:00. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir.
2. Hvanneyri. Mæting við Hvanneyrarkirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Björn Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
3. Ísafjörður. Mæting á tjaldstæðinu í Tungudal kl. 13:00. Leiðsögn: Helga Friðriksdóttir.
4. Hólmavík. Mæting á Upplýsingamiðstöð ferðamála við tjaldsvæðið kl. 13:00. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson.
5. Skagafjörður. Mæting við íþróttahúsið á Sauðárkróki kl. 16:00. Leiðsögn: Gróa Valgerður Ingimundardóttir.
6. Siglufjörður. Mæting við Siglufjarðarkirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Sigurður Ægisson.
7. Dalvík, Hrísahöfði. Mæting við afleggjarann upp á Hrísahöfða kl.16:00. Leiðsögn: Þórir Haraldsson.
8. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting við bílastæðið sunnan Lónsbakka austan Hörgárbrautar kl. 10:00. Leiðsögn: Elín Gunnlaugsdóttir.
9. Mývatnssveit. Mæting á bílastæði göngustígs inni á afleggjara að Kálfaströnd kl. 10:00. Leiðsögn: Hörður Kristinsson.
10. Fljótsdalshérað, Unaós. Mæting á Unaósi á bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar í Stapavík kl. 14:00. Leiðsögn: Þorsteinn Bergsson og Soffía Ingvarsdóttir.
11. Neskaupstaður. Mæting á bílaplaninu úti í Fólkvangi (hjá vitanum) kl. 10:00. Leiðsögn: Guðrún Á. Jónsdóttir.
12. Höfn í Hornafirði, Óslandið. Mæting við Gistiheimilið Ásgarð kl. 13:30. Leiðsögn: Brynjúlfur Brynjólfsson, gengið verður um Óslandið.
13. Skaftafell í Öræfum. Mæting við Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli kl. 14:00. Leiðsögn: Hálfdán Björnsson.
14. Stjórnarsandur austan Kirkjubæjarklausturs. Mæting við hliðið hjá skilti Skógræktarfélagsins Markar kl. 20:30. Leiðbeinendur: Ólafía Jakobsdóttir og Sigurlaug Jónsdóttir.

Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur, og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram, heldur aðeins mæta á auglýstum stað á réttum tíma. Í fyrra stóð óhagstætt veður víða í vegi fyrir góðri þátttöku, en vonandi verður veður hagstæðara í ár. Hversu víða verður hægt að bjóða upp á plöntuskoðun fer eftir því hversu margir sjálfboðaliðar fást til að veita leiðsögn. Hér með er óskað eftir að væntanlegir leiðsögumenn tilkynni sig í netfangið hkris@ni.is

Birt:
15. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „18. júní - Dagur hinna villtu blóma“, Náttúran.is: 15. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/dag_villt_blom/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: