Lífrænn dagur á Sólheimum
Laugardaginn 26. júlí, verður lífrænn dagur á Sólheimum en þá munu hinir góðkunnu kokkar Beggi og Pacas matreiða og selja góðgæti úr lífrænt ræktuðu hráefni í kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum frá kl. 13:00.
Á Rauða torgi Sólheima verður kynning á lífrænt ræktuðu grænmeti og trjáplöntum auk fræðslu og kynningu á námsmöguleikum í lífrænni ræktun. Í Sesseljuhúsi verður kynning á vef Náttúrunnar, sem er vefur með umhverfisvitund.
Á Rauða torginu mun garðyrkjustöðin Sunna og skógræktarstöðin Ölur kynna framleiðslu sína og mun Ölur bjóða lífrænt ræktað birki á kynningarverði í tilefni dagsins auk þess sem aðrar trjáplöntur verða til sölu. Verslunin Vala er opin en þar er boðið upp á úrval af lífrænt ræktuðum vörum.
Í Sesseljuhúsi umhverfissetri kl. 15:00 mun vefur Náttúrunnar verða kynntur en þar eru auk þess fjölbreyttar umhverfissýningar í boði.
Tónleikar með Ragga Bjarna og Þorgeiri Ástvaldssyni verða í kirkjunni kl. 14:00 en tónleikarnir eru hluti af Menningarveislu Sólheima sem nú stendur sem hæst. Það verður líf og fjör á Sólheimum allan daginn. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.
Birt:
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Lífrænn dagur á Sólheimum“, Náttúran.is: 23. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/23/lifraenn-dagur-solheimum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.