Býflugnarækt í hættu
Orð dagsins 28. apríl 2009
Bþflugnarækt í Evrópu gæti lagst af innan 10 ára ef svo heldur sem horfir, að mati alþjóðasamtaka býflugnaræktenda, Apimondia. Gríðarleg afföll hafa orðið í greininni síðustu ár. Þannig eyddust um 30% af öllum býflugnabúum í Evrópu á síðasta ári, eða samtals um 13,6 milljónir búa. Í einstökum löndum voru afföllin enn meiri, eða allt að 50% í Slóveníu og 80% í Þýskalandi. Um 35% af allri matjurtaframleiðslu Evrópu er háð býflugum við frævun, þannig að afföllin koma ekki aðeins niður á hunangsframleiðslu. Þrjár ástæður eru taldar eiga mestan þátt í þessari öru hnignun, þ.e. sjúkdómar, mikil notkun skordýraeiturs í landbúnaði og einhæfar ræktunaraðferðir á ökrum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Býflugnarækt í hættu “, Náttúran.is: 28. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/28/byflugnaraekt-i-haettu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.