Villimey með „Jurta-galdur“ á markað
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir eigandi Villimeyjar slf. á Tálknafirði, hefur undanfarin 15 ár staðið að þróun smyrsla og áburða sem hún vinnur úr íslenskum jurtum. Nú eru smyrslin komin á markað undir samheitinu „Jurta-galdur“. Um er að ræða 7 tegundir smyrsla. Aðalbjörg hefur verið þátttakandi í verkefninu Fósturlandsins Freyjur og kynnti smyrslin fyrst á sýningunni „Gull í mó“ þann 12.08.2005. Heildarútlit og hugmyndafræði á bak við markaðssetninguna þ.e. merki, umbúðir og prentefni hannaði Guðrún Tryggvadóttir hjá ART-AD . Myndin sýnir Aðalbjörgu við tínslu birkilaufs í byrjun júní.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
14. ágúst 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Villimey með „Jurta-galdur“ á markað“, Náttúran.is: 14. ágúst 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/villimey_jurtagaldur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 3. mars 2011