Þrátt fyrir að hægt sé að fá allar mögulegar snyrtivörur í verslunum landsins þá hefur áhuginn á að heimatilbúnum snyrtivörum aukist, sérstaklega hjá þeim sem láta sig varða hvaða efni eru í snyrtivörum. Margir hafa því horfið aftur í tímann til formæðra okkar og búið til sínar snyrtivörur sjálfir. Það er ekki endilega auðveldasta leiðin að búa til eigin snyrtivörur en það er óneitanlega sniðugur kostur fyrir þá sem er ekki sama hvað leynist í snyrtivörunum.

Með því að búa til snyrtivörurnar sjálf er enginn vafi á hvað í þeim er og auðveldara er að átta sig á hvað hentar hverjum og einum. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir að snyrtivörum.

Gulrótamaski, fyrir feita húð

3 stórar gulrætur
5 matskeiðar af hunangi eða hreinu jógúrti.

Gulræturnar eru soðnar og stappaðar (einnig hægt að setja þær í matvinnsluvél). Bætið hunangi eða jógurti við. Berið varlega á andlitið, byrjið á höku og færið ykkur upp andlitið. Hafið maskann á andlitinu í 15-20 mínútur og hreinsið síðan af með volgu vatni.



Glimmer gel

1/4 bolli af Aloe Vera gel
1 teskeið glþseról
1/4 teskeið smátt glimmer
5 dropar af einhvers konar ilmolíu


Blandið saman gelinu og glþserólinu í litla skál. Blandið glimmerinu og ilmolíunni saman við. Ef vilji er fyrir hendi má líka setja lit í blönduna.

 



Hrukkukrem

1 matskeið lanólín
2 teskeiðar af sætri möndluolíu
2 teskeiðar af vatni
2 teskeiðar af þorskaolíu

Bræðið lanólínið með þorskaolíunni. Síðan er vatninu bætt við en þar eftir er blandan látin kólna. Bætið þorskaolíunni við. Berið varlega á andlitið.

 



 

Varasalvi

1 teskeið Aloe Vera gel
1/2 teskeið kókoshnetuolía
1 teskeið jarðolíuhlaup

Blandið saman í glerskál og hitið í 1-2 mínútur á hæsta styrk í örbylgjuofni. Úr þessu verður til um það bil 15 grömm af varasalva.

 

 


Upplýsingar úr Blaðinu, frá 2.12.05
Mynd nr. 1 af vefnum www.homebeautyrecipes.com/
Mynd nr. 2 af vefnum www.pbase.com/dannysmythe
Mynd nr. 3 af vefnum http://www.shanghairunshu.com
Mynd nr. 4 af vefnum www.anbc.com.au/home.htm
Mynd nr. 5 af vefnum http://onemansblog.com

Birt:
8. október 2011
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Heimatilbúnar snyrtivörur“, Náttúran.is: 8. október 2011 URL: http://nature.is/d/2007/09/28/heimatilbnar-snyrtivrur/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. september 2007
breytt: 9. október 2011

Skilaboð: