Félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands gengst fyrir svonefndum “Grænum dögum” 7.-9. apríl. Tilgangurinn er að vekja athygli á umhverfismálefnum meðal starfsmanna og nemenda háskólans. Meðal dagskráratriða eru pallborðsumræður sem fara fram í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. apríl frá kl. 14-16. Umræðuefnið er "Er framtíð fyrir erfðabreyttar lífverur á Íslandi?" en þar munu fulltrúar frá ýmsum samtökum og fyrirtækjum gefa álit sitt á umræðuefninu. Spurningum verður svarað eftirá og jafnframt boðið upp á hressingu.

Birt:
7. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran er
Tilvitnun:
Náttúran er „Er framtíð fyrir erfðabreyttar lífverur á Íslandi?“, Náttúran.is: 7. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/07/er-framtid-fyrir-erfdabreyttar-lifverur-islandi/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: