Ókeypis auglýsing um Ísland á Apple.com
Hróður hins fagra Íslands hefur ratað víða undanfarið. Nú býður Apple.com öllum heiminum aðgang að skjáhvílu (screensaver) með 14 svart-hvítum og lit-ljósmyndum „Images of Iceland“ sem teknar voru af ónefndum ljósmyndara af stórbrotinni náttúru á ýmsum stöðum á landinu. Það er því ekki ólíklegt að myndirnar eigi eftir að vera meiri landkynning en samanlögð átaksverkefni Útflutningsráðs til þessa. Spurningin er bara hvort að við getum staðið undir væntingum ferðamanna um hina ósnortnu náttúru þegar til kemur og ljóst er að „fjársjóður okkar“ er einmitt falinn í hinum villta stórkostleika. Framleiðandi skjáhvílunnar er the mac guy. Ná í skjáhvíluna á Apple.com.
Birt:
17. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ókeypis auglýsing um Ísland á Apple.com“, Náttúran.is: 17. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/okeypis_augl_apple/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 26. apríl 2007