The Great Global Warming Swindle
Í gærkvöldi sýndi ríkissjónvarpið umdeilda mynd, The Great Global Warming Swindle. Myndin var sýnd í kjölfar heimildarmyndar BBC – í tveimur hlutum um – loftslagsbreytingar, sem sýndar voru í fyrrakvöld og mánudagskvöldið þar á undan. David Attenborough fjallaði í þeim myndum um þær hættur sem fylgja slíkum breytingum.
Ætla má að dagskrárdeild sjónvarpsins vilji með sýningu myndarinnar í kvöld gæta jafnvægis gagnvart þeim sem telja að loftslagsbreytingar séu einmitt svindl.
Mynd þessi - The real global warming swindle – hefur fengið afleita dóma í Bretlandi og víðar. Myndin byggir á viðtölum við þá sem um áraraðir hafa verið þekktir fyrir að draga vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar í efa eða eru andvígir aðferðafræði Kyoto-bókunarinnar. Þetta eru sömu vísindamenn og gjarnan hefur verið vitnað til í Vefþjóðviljanum. Þeirra á meðal eru Fred S. Singer, Richard Lindzen o. fl. Fæstir þeirra hafa stundað vísindarannsóknir svo árum skiptir en hafa fengið þeim mun meiri fjárhagslegan stuðning frá Exxon Mobil. Líta má á þá sem eins konar vísindalega álitsgjafa fyrir olíuiðnaðinn. Sjá á environmentaldefense.org.
Í myndinni er meðal annars fjallað um kenningar um að hitnun jarðar megi skrifa á aukna virkni sólar. Slíkar kenningar hafa löngu verið afskrifaðar af vísindasamfélaginu.
Eini vísindamaðurinn sem rætt er við í myndinni og þekktur er af rannsóknum, Carl Wunsch, sendi bréf til Channel 4, sem syndi myndina í Bretlandi, þar og kvartaði undan því að orð sín hefðu verið tekin úr samhengi. Sjá hér á realclimate.org
Sjá hér umfjöllun The Independent um þessa mynd.
Sjá hér gagnrýni George Monbiot, sem birtist í the Guardian 13. mars s.l.
George Monbiot bendir á að:
„Were it not for dissent, science, like politics, would have stayed in the Dark Ages. All the great heroes of the discipline – Galileo, Newton, Darwin, Einstein – took tremendous risks in confronting mainstream opinion. Today’s crank has often proved to be tomorrow’s visionary.
But the syllogism does not apply. Being a crank does not automatically make you a visionary. There is little prospect, for example, that Dr Mantombazana Tshabalala-Msimang, the South African health minister who has claimed that AIDS can be treated with garlic, lemon and beetroot, will one day be hailed as a genius. But the point is often confused. Professor David Bellamy, for example, while making the incorrect claim that wind farms do not have “any measurable effect” on total emissions of carbon dioxide, has compared himself to Galileo(1).“
Myndin er af Snæfellsjökli. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „The Great Global Warming Swindle“, Náttúran.is: 20. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/20/th-great-global-warmin-swindle/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007