Jólamarkaður Ásgarðs
Handverkstæðið Ásgarður í Mosfellsbæ heldur sinn árlega jólamarkað laugardaginn 03.12.2005. Í boði eru handgerð tréleikföng og hlutir sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Ásgarður er vinnustaður 28 þroskaskertra einstaklinga sem unnið hafa hörðum höndum allt árið við undirbúning markaðarins.
Allir eru hjartanlega velkomnir og munu þau Diddú og Egill Ólafsson taka lagið og skemmta gestum. Kaffi og með því er einnig á boðstólum.
Markaðurinn er haldinn á handverkstæðinu við Álafossveg í Mosfellsbæ og er opnn frá kl. 14:00 - 17:00.
Birt:
30. nóvember 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólamarkaður Ásgarðs“, Náttúran.is: 30. nóvember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/jolamark_asgards/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007