Línu-, handfæra- og dragnótsveiðar á þorski, ýsu og steinbít
Línu-, handfæra- og dragnótaveiðar á þorski, ýsu og steinbít - Tilnefningar til setu í matsnefnd.
Vottunarstofan Tún ehf. hefur tilnefnt menn í matsnefnd sem annast mun aðalmat á línu-, handfæra- og dragnótaveiðum á þorski, ýsu og steinbít samkvæmt reglum Marine Stewardship um sjálfbærar fiskveiðar.
Tilkynningu Túns í heild sinni má lesa í meðfylgjandi skjali.
Hagsmunaaðilum sem hafa athugasemdir um efni tilkynningarinnar er hér með boðið að koma þeim á framfæri eigi síðar en kl. 16.00 sunnudaginn 20. júní 2010 við Dr. Gunnar Á. Gunnarsson (Email: gunnar@tun.is, sími +354 511 1330, fax +354 511 1331).
Birt:
10. júní 2010
Tilvitnun:
Gunnar Á. Gunnarsson „Línu-, handfæra- og dragnótsveiðar á þorski, ýsu og steinbít“, Náttúran.is: 10. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/10/linu-handfaera-og-dragnotsveidar-thorski-ysu-og-st/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.