Sýning og uppboð í Listhúsi Ófeigs til styrktar Hraunavinum.

Myndlistarmenn gefa listaverk til að afla fjár í baráttunni um Gálgahraunið. Hópur Hraunavina var handtekinn fyrir að verja hraunið og sætir nú yfirheyrslum og dómskröfum.
Baráttan snýst ekki síst um rétt náttúruverndarsamtaka til afskipta af málum eins og lagningu Álftanesvegar og vernd íslenskrar náttúru.
Opnuð verður sýning á verkunum, laugardaginn 25. janúar kl. 15 í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5.

Um 20 listamenn eiga verk á sýningunni og má þar nefna: Eggert Pétursson, Kristínu Þorkelsdóttur og Ragnar Kjartansson.

Uppboð á verkunum verður svo laugardaginn 8. febrúar n.k.í Listhúsi Ófeigs kl. 15.
Fram að þeim tíma verður sýningin opin á opnunartíma Listhússins.

Myndin er af Gálgahrauni í málverki eftir Kjarval en tengingin við myndlist er að miklu leiti sprottin af því að Kjarval sá fegurðina í hrauninu og málaði gjarnan í Gálgahrauni.

Birt:
24. janúar 2014
Höfundur:
Eydís Franzdóttir
Uppruni:
Hraunavinir
Tilvitnun:
Eydís Franzdóttir „Sýning og uppboð til styrktar Hraunavinum“, Náttúran.is: 24. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/24/syning-og-uppbod-til-styrktar-hraunavinum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: