Þriðjudaginn 23. janúar kl. 8:30 - 10:00 standa Festa og Samtök atvinnulífsins fyrir ráðstefnunni "Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur" á HIlton Reykjavík Nordica.

Á ráðstefnunni fá forsvarsmenn sex fyrirtækja, sem öll hafa innleitt hugmyndafræði um samfélagsábyrgð, sjö mínútur til að segja sína sögu:

- Hvers vegna að innleiða stefnu um samfélagsábyrgð?

- Hverju getur samfélagsábyrgð skilað fyrirtækinu?

- Hverjar eru helstu áskoranirnar sem þitt fyrirtæki stendur frammi fyrir þegar kemur að samfélagsábyrgð?

Sögumenn verða: 

  • Kristján Gunnarsson, meðeigandi Kosmos & Kaos
  • Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi
  • Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans (Landsbankinn)
  • Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans (Síminn)
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Hulda Hreiðarsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður fafu toys

Fundarstjóri verður Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Hálftíma fyrir og eftir ráðstefnuna verður tengsla- og markaðstorg þar sem ráðgjafar og þjónustaðilar á sviði samfélagsábyrgðar kynna starfsemi sína.

Fylgstu með fundinum á Twitter: #samfelagsabyrgd

Þátttaka kostar 6.900 fyrir félagsmenn (Festa, SA) og 9.500 fyrir utanfélagsmenn. Verðið hækkar í 11.900 eftir 20. janúar. Skráning hér:

Birt:
19. janúar 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur“, Náttúran.is: 19. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/19/fyrirtaeki-og-samfelagid-sameiginlegur-avinningur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: