Ísland er í 30. sæti hjá New York Times yfir '52 places to go in 2014'. Í blaðinu birtist eftirfarandi grein um Ísland og ímyndið ykkur áhrifin sem að slík frétt getur haft. Þetta er orðsporið sem ríkisstjórnin og umhverfisráðherra eru búin að skapa okkur. Er þetta það sem við viljum?

Náttúruundur í hættu. Farið að sjá þau áður en það er um seinan.

Íslenska ríkisstjórnin hefur um áratuga skeið unnið að því að vernda jökla, laugar, tjarnir, vötn og votlendissvæðið í Þjórsárverum, samanlagt er um 40% landsins að ræða, aðallega á miðhálendi Íslands. En á síðasta ári tilkynnti ríkisstjórnin áform sín um að bakka með sum af þessum verndaráætlunum til að gefa svigrúm fyrir vatnsorkuver (í stað jökla og frjálst rennandi vatnsfalla, hugsið ykkur manngerð uppstöðulón, malbikaða vegi og háspennulínumöstur). „Ef þeir ná inn á þetta svæði, þá verður engin leið að eyðileggja votlendissvæðið algerlega,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Fleiri slæmar fréttir eru í augsýn: Náttúruverndarlög, sem áttu að gera verndun fleiri svæða möguleg hafa verið afturkölluð, svo ef þú ætlaðir einhverntíma að upplifa Ísland í sinni hreinu náttúrulegu fegurð, farðu þá núna.

Birt:
11. janúar 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Danielle Pergament „Náttúruundur í hættu. Farið að sjá þau áður en það er um seinan“, Náttúran.is: 11. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/11/natturuundur-i-haettu-farid-ad-sja-thau-adur-en-th/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: