Jólaskógurinn í Heiðmörk
Laugardaginn 7. desember 2013 opnar Skógræktarfélag Reykjavíkur jólaskóginn í Heiðmörk. Þá mun Jón Gnarr borgastjóri Reykvíkur fella fyrsta tréð kl: 11:00 árdegis á laugardaginn í jólaskóginum í Hjalladal. En auk borgarstjóra hefur jólasveinn boðað komu sína á svæðið.
Það er orðin sterk hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Heiðmörk á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður opið í Hjalladal helgarnar 7. - 8., 14. - 15. og 21. - 22. desember, kl. 11:00-16:00. Alla daga verður líf og fjör, jólasveinarnir verða á staðnum og það verður logandi varðeldur. Það er boðið upp á heitt kakó og piparkökur og jólalögin sungin.
Kveikt á Jólatré jólamarkaðarins
Laugardaginn 7. desember kl.14.30 verður kveikt á jólatré jólamarkaðarins við Elliðavatnsbæinn. Á hverju ári býður skógræktarfélagið hönnuði eða listamanni að skreyta torgtré á nýstárlegan máta. Að þessu sinni er það Tinna Ottesen hönnuður sem skreytir 4 metra fjallaþin, en Tinna sigraði í jólatrjáaskreytingarkeppni árið 2011 með óvenjulegri en fallegri útfærslu á jólatrjáaskreytingu.
Sjá nánar um dagskrána á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Upplýsingar um jólatréssölu skógræktarfélaga á landinu verða settar inn á vef Skógræktarfélags Íslands jafnóðum og þær berast.
Birt:
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Jólaskógurinn í Heiðmörk“, Náttúran.is: 6. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/12/06/jolaskogurinn-i-heidmork/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.