Frestur til að skila athugamsemdum við afturköllun laga um náttúruvernd framlengdur
Frumvarp sitjandi umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jónannsonar, um afturköllun laga um nátturuvernd hefur verið framlengdur til 13. desember n.k..
Frumvarp ráðherra er stutt:
1. gr. Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013, sem taka áttu gildi 1. apríl 2014, falla brott. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Ekki var haft frumkvæði að samráði við hagsmunaaðila á svið náttúruverndar. En sú mikla vinna sem lög var í undibúning og samráð um þau lög sem ráðherra vill nú afturkalla að engu höfð.
Til grundvallar lögum nr 60/2013, sem samþykkt voru með meirihluta á Alþingi í vor, lá mikil vinna. Þar á meðal Hvítbókin sem gefin var út eftir ítarlega rannsókn á stöðu náttúruverndar á Íslandi. Auk þess var haft mikið samráð við alla aðila. Tekið var tillit til athugasemda og reynt að samræma lögin þannig að málum væri miðlað.
Auðvitað eru aldrei allir sáttir við málamiðlanir og mörgum náttúruverndarsinnum fundust tilslakanir til jeppafélaga og veiðimanna heldur ríflegar. Á móti þótti þeim að sér sótt.
En samkvæmt heimildum gengu fulltrúar flestra hópa sæmilega sáttir frá viðræðum við þáverandi ráðherra, Svandísi Svavarsdóttur.
Ummæli Sigurðar Inga komu ef til vill ekki á óvart en það þótti skjóta skökku við þegar hann lýsti því yfir að hann hefði ákveðið að afturkalla lögin, eins og það væri í hans valdi en ekki Alþingis að setja og afnema lög í landinu.
Mörður Árnason gerði ráðherra afturreka með digurbarkalegar yfirlýsingar þegar í ljós kom að virtist ekki þekkja innihald laganna, hvað þá feril þeirra á þingi, í greinum sínum: Veit ekki hvað stendur í lögunum og Rakalaus umhverfisráðherra
Eins er skemmst að minnast SMS skilaboða umhverfisráðherra, sem komu fyrir sjónir almennings nýverið, þess efnis að þingflokkur framsóknarmanna þyrfti að gera allt til að náttúruverndarlögin kæmust ekki að.
Það er brýnt að þeir sem er annt um náttúru landsins sendi athugasemdir og tillögur til umhverfis og samgöngunefndar Alþingis fyrir 13. desemeber n.k.
Ljósmynd. Þjórsárver Náttúran.is
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Frestur til að skila athugamsemdum við afturköllun laga um náttúruvernd framlengdur“, Náttúran.is: 3. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/12/03/frestur-til-ad-skila-athugamsemdum-vid-afturkollun/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. desember 2013