Kröfur fyrir Skráargatið
Grænmeti og kartöflur
Grænmeti, belgbaunir, kartöflur – ferskt, skorið, þurrkað eða frosið
- Mest 1 g viðbættur sykur í 100 g
- Mest 0,5 g salt í 100 g
Tilbúnir réttir
Gildir fyrir alla
- Minnst 25 g ávextir eða grænmeti í 100 g
- Mest 30% af heildarorku kemur úr fitu. Undantekning er ef varan inniheldur fisk með meira en 10 g af fitu í 100 g þá mega allt að 40% af heildarorku koma úr fitu en fitan sem kemur úr öðru en fiski má mest vera 10 g
- Mest 3 g viðbættur sykur í 100 g
Samlokur, smurt brauð og vefjur
- Minnst 250 kkal í skammti
- Minnst 25% heilkorn af þurrefnisinnihaldi í brauðhlutanum
- Mest 1 g salt í 100 g
Pítsur, hálfmánar og bökur
- Minnst 250 kkal í skammti
- 15% heilkorn af þurrefnisinnihaldi í brauðhlutanum
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Súpur
- Minnst 150 kkal í skammti
- Mest 1 g salt í 100 g
Tilbúnir réttir ætlaðir sem aðalmáltíð
- 400 – 750 kkal í skammti
- Mest 1 g salt í 100g
Vörur úr jurtaríkinu
Hafra-, soja- og hrísgjónadrykkir
- Mest 1,5 g fita í 100 g
- Mest 33% mettaðar fitusýru af heildarfituinnihaldi
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mest 0,1 g salt í 100 g
Vörur úr jurtaríkinu sem valkostur við sýrðar mjólkurvörur til matargerðar, t.d. sýrður rjómi
- Mest 5 g fita í 100 g
- Mest 33% mettaðar fitusýrur af
heildarfituinnihaldi - Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mest 0,25 g salt í 100 g
Vörur úr jurtaríkinu sem valkostur við ost
- Mest 17 g fita í 100 g
- Mest 20% mettaðar fitusýrur af heildarfituinnihaldi
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Vörur úr jurtaríkinu sem valkostur við kjöt og fisk, t.d. tofu
- Minnst 95% hráefni úr jurtaríkinu
- Mest 10 g fita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mega ekki vera brauðhúðaðar
Viðbit og matarolía
Létt og mjúkt smjörlíki
- Mest 41 g fita í 100 g
- Mest 33% mettaðar fitusýrur af heildarfituinnihaldi
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Matarolía og fljótandi smjörlíki
- Mest 20% mettaðar fitusýrur af heildarfituinnihaldi
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Brauð og kornvörur
Gildir um allar vörur nema annað sé tekið fram
- Minnst 6 g trefjar í 100 g
- Minnst 50% heilkorn af þurrefnisinnihaldi
Hrökkbrauð og bruður
- Mest 7 g fita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Pasta og núðlur – ferskar og þurrkaðar
- Mest 0,1 g salt í 100 g
Morgunkorn
- Mest 7 g fita í 100 g
- Mest 10 g viðbættur sykur í 100 g
- Mest 13 g sykur alls* í 100 g
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Mjöl, grjón, malaðir kjarnar og hrísgrjón
- 100% heilkorn
Grautur
- Mest 5 g fita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mest 0,5 g salt í 100 g
Brauð og brauðblöndur
- Minnst 25% heilkorn
- Minnst 5 g trefjar í 100 g
- Mest 7 g fita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Kjöt og kjötvörur
Kjöt – ferskt, skorið eða frosið
- Mest 10 g fita í 100 g
Kjötvörur og kjötálegg
- Minnst 50% kjöt
- Mest 10 g fita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
Mjólkurvörur
Mjólk og sýrðar mjólkurvörur, hreinar
- Mest 0,7 g fita í 100 g
Sýrðar mjólkurvörur og bragðbættar, t.d. ávaxtajógúrt
- Mest 0,7 g fita í 100 g
- Mest 9 g sykur alls* í 100 g
Sýrðar mjólkurvörur til matreiðslu, t.d. sýrður rjómi
- Mest 5 g fita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mest 0,25 g salt í 100 g
Ostur
- Mest 17 g fita í 100 g
- Mest 1,25 g salt í 100 g
Ferskur ostur, t.d. kotasæla
- Mest 5 g fita í 100 g
- Mest 0,875 g salt í 100 g
Ávextir og ber
Ávextir og ber – ferskir, niðurskornir eða frosnir
- Ekki þurrkaðir eða soðnir
- Án viðbætts sykurs
Fiskur og skelfiskur
Ferskur fiskur og skelfiskur – skorinn, hakkaður eða frosinn
- Engar kröfur
Fiskvörur
- Minnst 50% fiskur
- Mest 10 g önnur fita en fiskifita í 100 g
- Mest 5 g sykur alls* í 100 g
- Mega ekki vera brauðhúðaðar
Birt:
Tilvitnun:
Matvælastofnun „Kröfur fyrir Skráargatið“, Náttúran.is: 20. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/20/krofur-fyrir-skraargatid/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.