Landsbankinn stóð fyrir morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar þann 16. október 2013. Markmið fundarins var að efla umræðu á Íslandi um hugtakið ábyrgar fjárfestingar og kynna það fyrir fjárfestum. Byggt var á viðmiðum Sameinuðu þjóðanna, UN Principles for Responsible Investment, UN PRI. Fundurinn var vel sóttur og var hvert sæti setið á Hotel Natura. Aðal ræðumaður dagsins var Rob Lake sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði ábyrgra fjárfestinga. Hann er fyrrverandi yfirmaður UN PRI í London. Rob Lake hefur gríðarlega reynslu á þessu sviði og hefur unnið að verkefnum fyrir fyrirtæki, lífeyrissjóði, fjárfestingasjóði og opinberar stofnanir á sviði ábyrgra fjárfestinga auk þess að taka þátt í stefnumótun ríkisstjórna, m.a. í Bretlandi. Hann situr nú í ráðgjafaráði norska olíusjóðsins.

Á fundinum kynnti Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans stefnu bankans í ábyrgum fjárfestingum, en Landsbankinn skrifaði í desember á síðasta ári undir viðmið UN PRI og vinnur nú að innleiðingu þessara viðmiða í daglega starfsemi. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stafa, fjallaði um ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða og rakti dæmi um áhrif þeirra og þau álitaefni sem þeir standa frammi fyrir. Ólafur fer að auki fyrir fastanefnd á vegum Landssamband lífeyrissjóða um um eigna- og áhættustýringu lífeyrissjóða. Að lokum fjallaði Sigurborg Arnarsdóttir fjárfestatengill Össurar um sjónarmið fyrirtækisins á þessu sviði. Sigurborg gerði grein fyrir því hvernig skráð félag eins og Össur finnur fyrir sjónarmiðum hluthafa og kröfum þeirra um ábyrgar fjárfestingar, um samskipti við birgja og þær kröfur sem ábyrg starfsemi leggur alþjóðlegu félagi á herðar.

Sjá myndupptökur af fundinum.

Sjá meira efni um samfélagslega ábyrgð, sérstakleg um stefnumörkun Landsbankans á sviðið samfélagslegrar ábyrgðar.

 

Birt:
19. nóvember 2013
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „ Ábyrgar fjárfestingar - Innleiðing og aðferðafræði“, Náttúran.is: 19. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/18/abyrgar-fjarfestingar-innleiding-og-adferdafraedi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. nóvember 2013
breytt: 19. nóvember 2013

Skilaboð: