Dr John Fagan ræðir um matvæli og fóður vottað og merkt án erfðabreyttra efna. Dr. Fagan er með doktorsgráðu í lífefnafræði, sameindalíffræði og frumulíffræði frá Cornell háskóla. Hann er virtur m.a. fyrir þekkingu á sjálfbærni og líffræðilegu öryggi í matvælaframleiðslu. Árið 1996 stofnaði hann og varð jafnframt vísindastjóri fyrir Global ID Group Inc., þar sem hann þróaði tæki til að sannprófa hreinleika, öryggi og sjálfbærni. Auk þess þróaði hann þar DNA próf fyrir erfðabreytt matvæli og mótaði fyrsta vottunarkerfið fyrir matvæli án erfðabreyttra efna. Það gerir fyrirtækjum á öllum stigum fæðukeðjunnar kleift að tryggja fullan rekjanleika og gegnsæi í viðskiptum með erfðabreyttar afurðir. Hann mótaði einnig vottunarkerfi fyrir félagslega ábyrgð og umhverfissjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu, sem ProTerra stofnunin stýrir nú. Dr. Fagan er stofnandi og stjórnandi Earth Open Source (www.earthopensource.org) stofnunarinnar sem vinnur að því að efla samstarf um aukna sjálfbærni í fæðukeðjunni. Dr Fagan hefur flutt hundruði fyrirlestra víða um heim, enda er sérþekking hans eftirsótt í atvinnulífi og stjórnstofnunum, meðal ráðamanna, vísindamanna og almennings.

Sjá nánar um ráðstefnuna og samantekt á erindum á vef framtíðarlandsins

Birt:
19. nóvember 2013
Höfundur:
Dr John Fagan
Tilvitnun:
Dr John Fagan „Dr John Fagan ræðir um matvæli og fóður vottað og merkt án erfðabreyttra efna“, Náttúran.is: 19. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/18/dr-john-fagan-raedir-um-matvaeli-og-fodur-vottad-o/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. nóvember 2013

Skilaboð: