Gerð tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, í samræmi við skipulagslög. Gert er ráð fyrir að stofnunin skili ráðherra tillögum sínum í lok næsta árs.
Ráðherra hefur setta fram eftirfarandi áherslur við gerð landsskipulagsstefnu:
- Skipulag á miðhálendi Íslands
- Búsetumynstur – dreifing byggðar
- Skipulag á haf- og strandsvæðum
- Skipulag landnotkunar í dreifbýli
Þær áherslur sem komu fram í tillögu til þingsályktunar að fyrstu landsskipulagsstefnu 2013-2024 verða tekin fyrir að nýju, þ.e. stefna um skipulagsmál miðhálendisins, stefna um búsetumynstur og dreifingu byggðar og stefna um skipulag á haf- og strandsvæðum. Í vinnu að nýrri tillögu að landsskipulagstefnu verður byggt á þeim gögnum og sjónarmiðum sem fram komu við vinnslu þeirrar tillögu og uppfærðum forsendum. Auk þess verður fjallað um nýtt viðfangsefni, landnotkun og landnýtingu í dreifbýli og greind þörf fyrir og settar fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu í dreifbýli.
Gert er ráð fyrir að landsskipulagsstefnan verði lögð fram á vorþngi 2015. Skipulagsstofnun hefur nú hafið undirbúning að gerð tillögu að stefnunni á grundvelli þeirra áherslna sem ráðherra hefur lagt fram.
Bréf umhverfis- og auðlindaráðherra til Skipulagsstofnunar um gerð landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Ljósmynd: Hjálparfoss í Þjórsárdal, ljósm. Árni Tryggvason.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Gerð tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026“, Náttúran.is: 4. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/04/gerd-tillogu-ad-landsskipulagsstefnu-2015-2026/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.