Norðlingaalda innan stækkaðs Þjórsárverafriðlands
Samkvæmt svari Sigurður Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra við fyrirpurn Katrínar Jakobsdóttur þingmanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs - sem dreift var á Alþingi í gær, upplýsti ráðherra, að
Umhverfisstofnun hefur unnið friðlýsingarskilmála fyrir stækkun á friðlandinu í Þjórsárverum í samræmi við náttúruverndaráætlun og taka þau áform til lögsögu átta sveitarfélaga þar sem fram kom tillaga um að friðlýsingin tæki m.a. yfir allan Hofsjökul. Gert er ráð fyrir að friðlýsing þessa virkjunarkosts [þ.e. Norðlingaölduveitu] verði hluti af þessu stóra friðlýsta svæði á miðhálendinu. Unnið er að endanlegri skilgreiningu svæðisins til samræmis við niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar og vonir bundnar við að niðurstaða fáist í það sem fyrst.
Eftir að umhverfisráðherra hætti skyndilega við að staðfesta friðlýsingarskilmála vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum hefur ríkt nokkur óvissa um hvort af henn yrði. Með svari sínu staðfestir umhverfis- og auðlindaráðherra hins vegar að hann hyggist stækka friðlandið í samræmi við náttúruverndaráætlun 2009-2013 sem Alþingi samþykkti í febrúar 2010 og í samræmi við þingsályktunartillögu um rammaáætlun sem Alþingi samþykkti í janúar sl.
Umhverfis- og auðlindaráðherra ber tafarlaust að undirrita friðlýsingarskilmála vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum.
Ljósmynd: Úr Þjórsárverum, Chiara Ferrari Melillo.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Norðlingaalda innan stækkaðs Þjórsárverafriðlands“, Náttúran.is: 31. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/31/nordlingaalda-innan-staekkads-thjorsarverafridland/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.