Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?
Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur stendur fyrir ráðstefnu með yfirsögninni „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“ á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 7 október frá 13:30-16:40. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin.
Dagskrá:
- Kl. 13.30 Setning
- Kl. 13.35 Reynsla Bandaríkjanna af notkun erfðatækni í landbúnaði
Kynningarávarp: María Ellingsen, leikstjóri, formaður stjórnar Framtíðarlandsins
Frummælandi: Dr. Doug Gurian-Sherman, vísindafulltrúi á sviði matvæla- og umhverfismála, Union of Concerned Scientists - Kl. 14.25 Erfðavísindin, erfðatæknin og áhrif á heilsufar
Kynningarávarp: Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækningafélags Íslands
Frummælandi: Dr. Michael Antoniou, Dósent í sameindaerfðafræði, King ́s College London School of Medicine. - Kl. 15.10 Kaffihlé
- Kl. 15.30 Matvæli og fóður vottuð og merkt án erfðabreyttra efna
Kynningarávarp: Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils
Framsögumaður: Dr. John Fagan, sameindalíffræðingur og stofnandi Genetic-ID - Kl. 16.15 Fyrirspurnir til framsögumanna
- Kl. 16.40 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri er Skúli Helgason, stjórnmálafræðingur.
Aðstandendur Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur eru:
Matvæla- og veitingafélag Íslands - matvis.is
Náttúrulækningafélag Íslands - nlfi.is
Slow Food Reykjavík - slowfood.is
Landvernd - landvernd.is
Neytendasamtökin - ns.is
Vottunarstofan Tún - tun.is
Grafík: Tákn um erfðabreytingar hér á vefnum.
Kynning á aðal framsögumönnum:
Dr. Doug Gurian-Sherman mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af notkun erfðatækni í landbúnaði. Dr. Gurian-Sherman er vísindastjóri matvæla- og umhverfisverkefnis Union of Concerned Scientists í Bandaríkjunum. Hann lauk doktorsprófi í plöntusjúkdómafræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Eftir það stundaði hann rannsóknir á sameindalíffræði hrísgrjóna og hveitiyrkja við tilraunastöð bandaríska landbúnaðarráðuneytisins í Kaliforníu. Hann starfaði sem vísindastjóri við Matvælaöryggissetrið (Centre for Food Safety) í Washington D.C. Hann stofnaði og stýrði líftækniverkefni við Miðstöð vísinda í þágu almanna hagsmuna (Centre for Science in the Public Interest). Dr. Gurian-Sherman vann hjá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) við mat á umhverfis- og heilsufarsáhættu af völdum erfðabreyttra plantna og örvera, en áður starfaði hann í líftæknihópi Einkaleyfastofu Bandaríkjanna. Þá átti hann sæti í fyrstu ráðgjafarnefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) um matvælalíftækni.
Dr. Michael Antoniou mun fjalla um erfðavísindin, erfðatæknina og áhrif á heilsufar. Dr. Antoniou er rannsóknastjóri og dósent í sameindaerfðafræði við læknisfræði- og sameindaerfðafræðideild Kings College London School of Medicine í Bretlandi. Hann á að baki 32ja ára reynslu í notkun erfðatækni í rannsóknum á skipan og stýringu erfðavísa, hefur ritað yfir 50 ritrýndar vísindagreinar og á höfundarrétt á fjölda genatjáninga. Hann hefur, ásamt samstarfsmönnum í háskólasamfélaginu og atvinnulífinu, hagnýtt uppgötvanir sínar á genastjórnunarferlum til rannsókna og þróunar greiningar- og meðferðarúrræða, m.a. genameðferð við arfgengum og áunnum erfðasjúkdómum. Dr. Antoniou hefur annast ráðgjöf á sviði líftækni fyrir fjölda stofnana, samtaka og stjórnmálaflokka, m.a. um hagnýtingu erfðatækni í læknisfræði og landbúnaði. Hann sat í erfðavísindanefnd bresku stjórnarinnar sem sett var á fót í tengslum við samráðsferli sem stjórnin efndi til á sínum tíma. Dr Antoniou er tíður framsögumaður á fundum og ráðstefnum um þessi mál og er títt vitnað til hans í fjölmiðlum.
Dr John Fagan mun ræða um matvæli og fóður vottað og merkt án erfðabreyttra efna. Dr. Fagan er með doktorsgráðu í lífefnafræði, sameindalíffræði og frumulíffræði frá Cornell háskóla. Hann er virtur m.a. fyrir þekkingu á sjálfbærni og líffræðilegu öryggi í matvælaframleiðslu. Árið 1996 stofnaði hann og varð jafnframt vísindastjóri fyrir Global ID Group Inc., þar sem hann þróaði tæki til að sannprófa hreinleika, öryggi og sjálfbærni. Auk þess þróaði hann þar DNA próf fyrir erfðabreytt matvæli og mótaði fyrsta vottunarkerfið fyrir matvæli án erfðabreyttra efna. Það gerir fyrirtækjum á öllum stigum fæðukeðjunnar kleift að tryggja fullan rekjanleika og gegnsæi í viðskiptum með erfðabreyttar afurðir. Hann mótaði einnig vottunarkerfi fyrir félagslega ábyrgð og umhverfissjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu, sem ProTerra stofnunin stýrir nú. Dr. Fagan er stofnandi og stjórnandi Earth Open Source (www.earthopensource.org) stofnunarinnar sem vinnur að því að efla samstarf um aukna sjálfbærni í fæðukeðjunni. Dr Fagan hefur flutt hundruði fyrirlestra víða um heim, enda er sérþekking hans eftirsótt í atvinnulífi og stjórnstofnunum, meðal ráðamanna, vísindamanna og almennings.
Eftirtaldir aðilar standa að kynningarátaki um erfðabreyttar lífverur:
Landvernd ▪ Matvæla- og veitingafélag Íslands ▪ Náttúrulækningafélag Íslands Neytendasamtökin ▪ Slow Food Reykjavík ▪ Vottunarstofan Tún
Birt:
Tilvitnun:
Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“, Náttúran.is: 6. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/26/er-erfdabreytt-framleidsla-sjalfbaer/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. september 2013
breytt: 27. október 2013