Gurian Sherman fjallar um reynslu Bandaríkjamanna af notkun erfðatækni í landbúnaði
Dr. Doug Gurian-Sherman mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af notkun erfðatækni í landbúnaði. Dr. Gurian-Sherman er vísindastjóri matvæla- og umhverfisverkefnis Union of Concerned Scientists í Bandaríkjunum. Hann lauk doktorsprófi í plöntusjúkdómafræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Eftir það stundaði hann rannsóknir á sameindalíffræði hrísgrjóna og hveitiyrkja við tilraunastöð bandaríska landbúnaðarráðuneytisins í Kaliforníu. Hann starfaði sem vísindastjóri við Matvælaöryggissetrið (Centre for Food Safety) í Washington D.C. Hann stofnaði og stýrði líftækniverkefni við Miðstöð vísinda í þágu almanna hagsmuna (Centre for Science in the Public Interest). Dr. Gurian-Sherman vann hjá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) við mat á umhverfis- og heilsufarsáhættu af völdum erfðabreyttra plantna og örvera, en áður starfaði hann í líftæknihópi Einkaleyfastofu Bandaríkjanna. Þá átti hann sæti í fyrstu ráðgjafarnefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) um matvælalíftækni.
Sjá nánar um ráðstefnuna og samantekt á erindum á vef framtíðarlandsins
Birt:
Tilvitnun:
Dr. Doug Gurian-Sherman „Gurian Sherman fjallar um reynslu Bandaríkjamanna af notkun erfðatækni í landbúnaði“, Náttúran.is: 27. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/27/gurian-sherman-fjallar-um-reynslu-bandarikjamanna-/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. nóvember 2013