Vistvænar byggingar, gróður og gott inniloft
Fimmtudaginn 31. október næstkomandi stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistvænar byggingar, gróður og gott inniloft. Á fundinum verður m.a. fjallað um mikilvægi góðs innlofts og hönnun vistvænna bygginga skoðuð út frá sjónarhorni notenda og lýðheilsumarkmiða. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu kl. 8:30-10:00. Óskað er eftir að gesti skrái sig en enginn aðgangseyrir er á fundinnog er hann öllum opinn.
Það er margsannað og reynt að góð og vönduð hönnun og gott inniloft hefur áhrif á líðan fólks hvort sem um er að ræða starfsfólk, sjúklingar, nemendur eða aðra notendur. Vistvænar byggingar og umhverfi þeirra og skipulag getur því haft veruleg og jákvæð áhrif á batahorfur, námsárangur og framleiðni starfsfólks.
Dagskrá:
8:30 - 8:50 Innivist og hönnun húsa - Freyr Frostason arkitekt
8:50 - 9:10 Andblær: Örþunnt nýtt orkusparandi loftræstikerfi - Jóhannes Loftsson verkfræðingur
9:10 - 9:30 Gróður og góð innivist - Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir garðyrkjufræðingur
9:10 - 9:50 Grænt umhverfi, gildi þess og áhrif - Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitekt
9:50 - 10:00 Umræður
Húsið opnar kl. 8:15, allir velkomnir!
Skráning á vef Vistyggðarráðs, smella hér.
Birt:
Tilvitnun:
Sigríður Björk Jónsdóttir „Vistvænar byggingar, gróður og gott inniloft“, Náttúran.is: 25. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/25/vistvaenar-byggingar-grodur-og-gott-inniloft/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.