Umhverfisþing 2013
Umhverfisþing verður föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpunni í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar.
Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þessi efni en eftir hádegið verða erindi og umræður í tveimur málstofum, annars vegar um sjálfbæra landnýtingu og hins vegar um skipulag hafs og stranda. Drög að dagskrá þingsins má finna hér að neðan. Ítarlegri dagskrá verður birt síðar.
Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/skraning-a-radstefnu eigi síðar en 28. október nk. Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Þinggestir eiga þess kost að kaupa hádegismat af hlaðborði í Hörpu á kr. 1.990.
Er það von umhverfis- og auðlindaráðherra að þingið verði vettvangur upplýstrar umræðu og skoðanaskipta um sjálfbæra þróun og umhverfismál sem nýst getur stjórnvöldum við stefnumótun og almennt til að efla umræðu um umhverfismál hér á landi.
Drög að dagskrá Umhverfisþings 2013. Ath. yfirskriftir fyrirlestra eru ekki endanlegir.
09:00 - 10:40 Þingsetning
- 08.30 Skráning - Ávarp: Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
- 09.00 Þingsetning - Ávarp um skipulagsmál: Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
- 09.40 - 10.00 Kynning: Nemendur í Grenivíkurskóla
Kaffihlé
10. 20 - 10.50 Ávörp fulltrúa:
- Umhverfisverndarsamtaka
- Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Samtaka atvinnulífsins
- Alþýðusambands Íslands
Inngangserindi
- Vernd og nýting lands – framtíðarsýn og skipulag - Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
- Skipulag haf- og strandsvæða – ný tækifæri - Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun
Fyrirspurnir og almennar umræður
12.00 – 13.00 Matarhlé
13.00 – 16.00 Málstofur I og II
Málstofa I í Norðurljósasal
Sjálfbær landnýting.10 mínútna erindi og almennar umræður
- Landgræðsla, gróðurvernd og sjálfbær landnýting: Landgræðsla ríkisins
- Að lifa af landinu: Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Félags sauðfjárbænda
- Skipulag landnotkunar – landsskipulag og landnýtingaráætlanir: Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti
- Aðalskipulag Borgarbyggðar, gott ræktanlegt land: Ragnar Frank, lektor við LBHÍ og forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar
- Landbúnaður og akuryrkja: Jóhannes Sveinbjörnsson, deildarforseti auðlindadeildar LBHÍ
- Skógrækt í fjölþættum tilgangi: Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LBHÍ
- Ferðamennska, útivist, almannaréttur, gjaldtaka: Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við HÍ
- Náttúruvernd – áskoranir í ljósi aukins ferðamannastraums: Ásborg Ásþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu
- Rammaáætlun – leið að framtíðarsátt orkunýtingar og náttúruverndar: Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar
Málstofa II í Rímu á 1. Hæð
Skipulag hafs og strandsvæða. 10 mínútna erindi og almennar umræður
- Nýtingaráætlun strandsvæða á Vestfjörðum: Gunnar Páll Eydal, MRM í umhverfis- og auðlindastjórnun
- Mikilvægi skipulags hafs og stranda fyrir sveitarfélög: Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Þjónusta við bátafólk í íslenskum höfnum – tækifæri og áhrif á samfélag: Maik Brötzmann, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða
- Ferðaþjónusta við haf og strendur: Selasetur
- Vernd Breiðafjarðar: Halla Steinólfsdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar
- Fiskeldi – ný sókn, nauðsyn skipulags: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur
- Sjálfbærar fiskveiðar á grunnslóð: Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar
- úrnun hafsins: Sólveig R. Ólafsdóttir, forstöðumaður sjó- og vistfræðisviðs Hafrannsóknastofunarinnar
- Vernd hafsvæða á norðurslóðum: Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vinnuhóps Norðurskautsráðsins um vernd hafsins
- Norðaustur siglingaleiðin: Jón Bernódusson, Samgöngustofu
16.30 Samantekt og þingslit
17:00 Síðdegishressing í boði umhverfis- og auðlindaráðherra
Ljósmynd: Séð inn Arnarfjörð, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Umhverfisþing 2013“, Náttúran.is: 27. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/16/skraning-umhverfisthing-2013-hafin/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. október 2013
breytt: 26. október 2013