Fréttatíminn fjallar um Endurvinnslukortið í blaði helgarinnar 11.-13. okt. 2013:

Endurvinnslukortið er einfalt app þar sem nálgast má upplýsngar um flokkun og endurvinnslu. Appið er gert af Náttúran.is en meðal samstarfsaðila eru Sorpa, Úrvinnslusjóður og Gámaþjónustan.

Með appinu er hægt að skoða mismunandi flokka úrgangs og fá leiðsögn um á hvaða móttökustöð er tekið við honum. Þá er einnig val um að gefa appinu aðgang að staðsetningu þinni og finnur appið þá þær stöðvar sem eru þér næstar. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig valið hvort þú vilt skoða allar stöðvar eða bara þær sem eru opnar á einmitt þeirri stundu.

Nú þegar hætt er að tæma venulegar ruslatunnur í Reykjavík ef þær innihalda pappír er eins gott að vera með á nótunum. Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref þegar kemur að endurvinnslu geta í appinu lesið sér til um nauðsyn þess að endurvinna og fá leiðsögn um hvernig sé best að byrja að flokka.

Ná í Endurvinnslukortið hér.

Birt:
11. október 2013
Höfundur:
Erla Hlynsdóttir
Uppruni:
Fréttatíminn
Tilvitnun:
Erla Hlynsdóttir „Appafengur - Endurvinnslukortið“, Náttúran.is: 11. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/11/appfengur-endurvinnslukortid/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. október 2013

Skilaboð: