Hinn árlegi „Lífræni dagur“ verður í þetta sinn haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík sunnudaginn 13. október frá kl. 12-17.

Framleiðendur og innflytjendur á Íslandi kynna vörur sínar, áhugaverðir og fræðandi fyrirlestrar og ljúffengt smakk í hæsta gæðaflokki allan daginn.

Síðast mættu vel á annað þúsund manns og var sá dagur einstaklega vel heppnaður!

Fyrirlestraröðin snýr að framtíðarsýn í íslenskum landbúnaði og grænum lífsstíl.

Dagskrá

  • 12:00 Húsið opnar
  • 13:00 Guðrún Tryggvadóttir hjá Náttúran.is fjallar um Græna kortið.
  • 13:30 Gunnar hjá Vottunarstofunni Tún fjallar um ráðstefnuna „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“ sem haldin var þ. 7. október sl.
  • 14:00 Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti talar um möguleika Íslands í lífrænni ræktun.
  • 14:30 Þórður frá Akri fjallar um VOR, samtökin Verndun Og Ræktun sem eiga 25 ára afmæli á þessu ári.
  • 15:00 Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um Ísland og Bhutan - fyrsta landið sem stefnir að því að vera 100% lífrænt.
  • 15:30 Pálmi Einarsson iðnhönnuður fjallar um Edingarða Íslands - framtíðarsýn sem bragð er að.
  • 16:00 Ragnar Unnarsson talsmaður samtakanna fjallar um þróun neytendamarkaðarsins á Íslandi.

Verið öll hjartanlega velkomin. Samtök lífrænna neytenda.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Birt:
10. október 2013
Höfundur:
Ragnar Unnarsson
Tilvitnun:
Ragnar Unnarsson „Lífræni dagurinn 2013“, Náttúran.is: 10. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/10/lifraeni-dagurinn-2013/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: