Athyglisverð síða á vegum NASA, geimferðastofnunnar BNA, sem sett var upp undir merkjum 13. nóvember boðar að vegna breyttra aðstæðna verði tilkynning sem NASA ætlaði að birta þann 13. nóvember verði flutt til 6. október. Þetta verði tilynning sem allir muni muna eftir og dagur sem fari á spjöld sögunnar. 

Síðan er einföld og ekki í dæmigerðum stíl NASA og ekki er hægt að rekja lénið til þeirra. En vefur stofnunarinnar er lokaður vegna lokunar bandrískra stjórnarstofnana. Merki NASA trjónir reyndar á síðunni og líklegat að menn geti ekki veifað því lengi án heimildar, þrátt fyrir lokun. Lénið er skráð 1. okt. 2013 sem bendir til asa í framsetningu og tilurð.

Á síðunni má sjá þennan geimfara benda út í tómið og spyrja hvort "þeir" séu raunverulegir. Það er nokkuð skýr vísun í geimverur en ýmislegt hefur komið fram í þeim efnum undanfarið og talið nánast sannað að þörungar hafi fundist á loftstein. ( og hér )

Hér geta líka verið gárungar á ferðinni sem nýta sér lokun bandaríska stjórnkerfisins til að vekja á sér athygli. En sennilega eiga þeir þá ekki von á góðu ef þeir eru að misnota nafn og merki NASA.

En hér er slóðin og hver getur dæmt fyrir sig og ákveðið hvort þetta sé þess virði að taka tímann frá og fylgjast með téðri tilkynningu.

http://rememberthe13th.com/

Viðbót 5. 10.

Nú er ljóst að tónlistarmanneskja sem engin ástæða er til að nefna stóð að þessari síðu og um lélega fyndni var að ræða. 

Birt:
4. október 2013
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „NASA með asa?“, Náttúran.is: 4. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/04/nasa-med-asa/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. október 2013

Skilaboð: