Fæðuöryggi á Íslandi – niðurstöður Samleiðniverkefnisins
Niðurstöður Samleiðniverkefnisins (Converge Project) verða kynntar í sal Þjóðminjasafns Íslands þ. 4. október kl.14:00
Í Samleiðniverkefninu hefur undanfarin 4 ár verið rannsakað hvernig mannkynið getur búið á sjálfbæran máta innan þeirra marka sem Jörðin setur.
Í verkefninu tóku þátt háskólar og félagasamtök í Bretlandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Indlandi og á Íslandi. Íslenski hópurinn þróaði aðferðafræði sem allir geta notað sem áhuga hafa á að leiða til breytinga innan sinna samfélaga.
Haldnir voru vinnufundir um fæðuöryggi á Íslandi, í Bristol á Bretlandi og í Tirunelveli/Tutticorin héraði í Tamil Nadu á Indlandi og tóku hagsmunaaðilar innan fæðukerfisins á hverju svæði þátt í vinnustofunum.
Dagskrá
- Kristín Vala Ragnarsdóttir: Saga verkefnisins og heildarmarkmið
- Sigrún María Kristinsdóttir: Aðferðafræði vinnufundanna
- Harald Sverdrup: Niðurstöður fyrir fæðuöryggi á Íslandi - með samanburði við Bristol og Tamil Nadu (á ensku)
- Pallborðsumræður frummælenda ásamt Brynhildi Davíðsdóttur
Fundarstjóri – Guðrún Pétursdóttir
Fundurinn er öllum opinn.
Ljósmynd: Nýuppteknar gulrætur, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Kristín Vala Ragnarsdóttir „Fæðuöryggi á Íslandi – niðurstöður Samleiðniverkefnisins“, Náttúran.is: 3. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/03/faeduoryggi-islandi-nidurstodur-samleidniverkefnis/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.