Fjárlög 2014
Í dag var frumvarpi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs dreift að lokinni þingsetningu. Netheimar er vægast sagt í uppnámi vegna laganna sem boða niðurskurð á öllum sviðum samfélagsins og samneyslunnar. Menning, listir, vísindi, menntun og ekki síst heilbrigðiskerfið þurfa að sæta niðurskurði og mörg verkefni niðufellingu í þessum nýju fjárlögum.
Skattalækkun á almenna borgara er boðuð með brosi og nemur hvorki meira né minna en 800 kr á hverjar 100.000 tekjur. Meðallaunþegi á þá kannski fyrir einni nótt eða tveimur á sjúkrahúsi. En tekið verður upp legugjald fyrir sjúklinga.
Afturköllun náttúruverndarlaga, að þvi er virðist ólesinna, sniðganga Rammaálætlunar og meðvitundarleysi á sviði loftslagamála hafa einkennt störf umhverfisráðherra.
Náttúruminjasafn er blásið af enn einn ganginn en það hefur beðið í 150 ár eftir sómasamlegu húsnæði. En núna þegar náttúruan og merkar náttúruminjar eiga undir högg að sækja er þörfin meiri en nokkru sinni.
Þarna er ekki að finna þann gleðisöng sem boðaður var eftir vöffluát við Þingvallavatn. Hér er frekar um að ræða hinn eiginlega stjórnarsáttmála. Sem gæti kannski fallið vel að fiðlusónötum Neró.
Þegar ljóst er að menn eru að fást við það sem þeir ráða ekki við er aðeins um tvennt að ræða; skipta um mannskap eða leiðbeina þeim á rétta braut og kenna þeim grundvallaratriði reiknings og samfélags.
Ljósmynd: Frá hreinsunaraðgerðum í gamla Náttúrugripasafninu við Hlemm.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Fjárlög 2014“, Náttúran.is: 1. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/01/fjarlog-2014/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.