Ræða Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
Ræða utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna veitir Íslandi tækifæri til jafns við aðrar þjóðir til að ávarpa alþjóðasamfélagið og árétta þau stefnumál sem Ísland telur mestu varða að fram nái að ganga í samfélagi þjóðanna. Ræða Gunnars Braga Sveinssonar endurspeglaði því áherslur ríkisstjórnar BD svo notuð sé ódýr skammstöfun.
Ban Ki-moon hóf umræðuna þann 24. september og loftslagsmálin voru honum hugleikin. Á hinn bóginn voru þá enn þrír dagar í að 5. skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar yrði gerð opinber í Stokkhólmi. Áhrif mannsins eru skýr og þau eru ógnvænleg.
Við það tækifæri lýstu fjölmargir ráðamenn, bæði vestan hafs og austan, áhyggjum sínum. Gestgjafinn, Lena Ek, umhverfisráðherra Svíþjóðar, sagði að „Áhrif loftslagsbreytinga væru meiri en við héldum." og ráðherra loftslagsmála í Danmörku, Martin Lidegaard sagði að nú væri „Skammur tími til stefnu„ og að "Hvis ikke vi handler inden for ganske få år, bliver det meget dyrt – både menneskeligt og økonomisk.”
Í Bretlandi sagði William Hague utanríkisráðherra:
“The UN Intergovernmental Panel on Climate Change’s latest assessment of the science confirms that climate change is already happening, as a result of human activity. The odds of extreme weather events, which threaten lives and property, have increased. Sea levels are rising, and ice is melting faster than we expected.
“The IPCC’s report makes clear that unless we act now to reduce carbon emissions, all this will continue to worsen in coming decades. Governments, businesses and individuals all have a responsibility to tackle climate change. The longer we delay, the higher the risks and the greater the costs to present and future generations.”
Þannig mætti áfram telja. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Peter Altmaier, umhverfisráðherra Þýskalands. Allir nema Sigurður Ingi Jóhannsson, sem ekki hafði neitt að segja um þessa tímamóta skýrslu. Síðasta vonin var því að Gunnar Bragi Sveinsson myndi taka til máls á 68. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en hann sagði ekkert um niðurstöður Vísindanefndarinnar heldur lagði hann áherslu á að,
„Iceland has undergone a true energy revolution. Today, almost all our electricity and heating needs are met with renewable energy. This success story is a source for a productive partnership between Iceland and the United Nations, and now also the World Bank.“
Yfirlýsing utanríkisráðherra rímar vissulega vel við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að „Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar.” En vandinn er sá að ríkisstjórnin telur hafa „... sérstöðu í umhverfismálum í krafti ósnortinnar náttúru og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda.” og þessi sérstaða rímar ekki sérlega vel við raunveruleikann enda hæpið að halda því fram að hér á Íslandi hafi átt sér stað raunveruleg orkubylting og að árangur Íslands sé gnægtarbrunnur samstarfs milli Sameinuðu þjóðirnar, fari þær að fordæmi Íslands. Eða, hvernig stendur á því að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er að meðaltali miklu hærri en í flestum öðrum iðnríkjum? Og er þá ekki borun eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu gagnbylting Framsóknarflokksins sem eitt sinn hreykti sér af hreinni orku í baráttu sinni fyrir byggingu álvera á Íslandi?
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Ræða Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna“, Náttúran.is: 1. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/01/raeda-gunnars-braga-allsherjarthingi-sameinudu-thj/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.