Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir vantrausti á umhverfisráðherra
Umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannson, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að lög um náttúruvernd verði afturkölluð.
Náttúruverndarsamtök Íslands mótmæla þessari yfirlýsingu umhverfisráðherra harðlega. Hún er til marks um fjandsamlega afstöðu hans til náttúruverndar. Hann hefur allt á hornum sér. Fyrst lýsti hann vilja sínum til að leggja niður umhverfisráðuneytið, því næst tók hann undir kröfu iðnaðarráðherra um að Norðlingaölduveita yrði byggð þvert á niðurstöður rammáætlunar og lög þar um og nú vill umhverfisráðherra rífa niður náttúruverndarlög sem voru nær fjögur ár í undirbúningi.
Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir vantrausti á umhverfisráðherra.
Sú stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar að hún muni „… vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar," hljómar nú sem öfugmæli.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir vantrausti á umhverfisráðherra“, Náttúran.is: 25. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/25/natturuverndarsamtok-islands-lysa-yfir-vantrausti-/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.