34. Landþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14.september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar  á þinginu:

- See more at: http://nlfi.is/node/374#sthash.9S3xt89E.dpuf

 

34. Landþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14.september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar  á þinginu:

- See more at: http://nlfi.is/node/374#sthash.9S3xt89E.dpuf

34. Landþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14.september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar  á þinginu:

- See more at: http://nlfi.is/node/374#sthash.9S3xt89E.dpuf

 

34. Landþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14.september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar  á þinginu:

- See more at: http://nlfi.is/node/374#sthash.9S3xt89E.dpuf

 

34. Landsþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði laugardaginn 14. september síðastliðinn.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þinginu.

Erfðabreyttar lífverur – ræktun erfðabreyttra plantna á Íslandi
Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til að banna  með öllu útiræktun á erfðabreyttum lífverum og undirbúa að Ísland verði sem fyrst lýst land án erfðabreyttra lífvera.

Erfðabreyttar lífverur - innihaldslýsingar
Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til þess að tryggja með auknu eftirliti og eftirfylgni að innflytjendur og framleiðendur hlíti ákvæðum reglugerðar um merkingar á matvælum sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum og afurðum þeirra.

Lífrænt vottuð framleiðsla
Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til að móta stefnu um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og að taka upp skipulegan stuðning við lífræna aðlögun í landbúnaði.
Vísindalegum rannsóknum fjölgar sem sýna fram á að lífrænar aðferðir auka langtíma hagkvæmni í framleiðslu, hafa jákvæð áhrif á lífríki og umhverfi, auka næringarefna-innihald matvæla og stuðla að bættu heilsufari.
Matvara með lífræna vottun er án erfðabreyttra afurða.

Íþróttastarf barna og unglinga
Landsþing NLFÍ hvetur forsvarsmenn íþróttafélaga  til að bjóða ekki til sölu sælgæti eða aðra óhollustu í fjáröflunarstarfi sínu.

Mataræði barna í grunnskólum
Landsþing NLFÍ hvetur íslensk stjórnvöld og skólayfirvöld til að tryggja gott framboð hollrar og fjölbreyttrar fæðu í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Rannsóknir sýna sterk tengsl á milli mataræðis og námsárangurs.

Viðbættur sykur og unnin kolvetni
Landsþing NLFÍ varar við miklu framboði á vörum með viðbættum sykri og unnum kolvetnum. Landsþingið hvetur söluaðila til að fjarlægja sælgæti frá afgreiðslukössum og draga úr auglýsingum matvara sem ríkar eru af viðbættum sykri og unnum kolvetnum. Framfylgja þarf undantekningalaust merkingum á umbúðum matvæla um magn viðbætts sykurs.

Áfengi og önnur vímuefni
Landsþing NLFÍ hvetur til aukinnar fræðslu í grunn- og framhaldsskólum um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna. Landsþingið skorar á stjórnvöld að fylgja eftir banni við áfengisauglýsingum og herða viðurlög á brotum gegn þeim.

Tóbak
Landsþing NLFÍ fagnar þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi og hvetur stjórnvöld til að taka skrefið til fulls og banna reykingar á almannafæri.

Hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar
Landsþing NLFÍ hvetur til aukinnar samþættingar hefðbundinna lækninga og viðbótar-meðferða. Með viðbótarmeðferð er átt við meðferð sem ekki hefur verið talin hluti af hefðbundinni heilbrigðisþjónustu en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að nýtist samhliða hefðbundinni meðferð eða sem sjálfstæð meðferð.

Umhverfi
Landsþing NLFÍ minnir á að hreint náttúrulegt umhverfi er mikilvægur þáttur í lífi og heilsu fólks. Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til að standa vörð um ósnortin víðerni í náttúru Íslands.

Birt:
19. september 2013
Höfundur:
NLFÍ
Tilvitnun:
NLFÍ „Ályktanir 34. landsþings NLFÍ“, Náttúran.is: 19. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/19/alyktanir-34-landsthings-nlfi/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: