Að rækta sveppi er leikur einn. Helgina 28. og 29. september stendur Íslenska Permaculturefélagið fyrir hagnýtu námskeiði í svepparækt.

Í gegnum aldirnar hafa sveppir fangað athygli okkar í þjóðsögum og ævintýrum. Sveppir virkja skilningarvit okkar, kitla bragðlaukana og geta læknað okkur af sjúkdómum. Auk þess að hreinsa eiturefni úr jörðinni vekja áhrif sveppsins mikla undrun því enn eru menn að uppgvöta ótrúlegan áhrifamátt hans.

Bandaríski sveppasérfræðingurinn Patrick Garretson kemur hingað til lands og kynnir undur sveppaflórunnar og hvernig hægt er að njóta góðs af henni. Hann mun leiða áhugasama ræktendur inn í leyndardóma sveppsins, líffræði hans, mismunandi tegundir og hlutverk þeirra innan vistkerfisins. Þá mun hann miðla einföldum aðferðum við að rækta ýmsar gerðir sveppa til matreiðslu. Ennfremur læra þátttakendur að nýta sveppaþræði til að byggja upp og bæta jarðveg.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og stendur yfir frá kl. 10-18 báða dagana í Reykjavík. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. og skráning fer fram í gegnum netfangið permaculture@simnet.is.

Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus), Wikipedia Commons.

Birt:
17. september 2013
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Ræktun matsveppa“, Náttúran.is: 17. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/17/raektun-matsveppa/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. september 2013

Skilaboð: