Skógardagur barnanna í Guðmundarlundi á laugardaginn
Skógurinn býr yfir dulúð þar sem allt verður auðveldlega bæði dularfullt og spennandi.
Laugardaginn 21. september efnir Skógræktarfélag Kópavogs til ævintýralegrar fræðsludagskrár þar sem skógurinn verður skoðaður með augum litla vísindamannsins.
Meðal þess sem gera á er að fella risastórt tré og aldur þess og saga skoðuð. Hugað verður að jólatrjám og sögu þeirra. Þá verður grafið ofan jörðina og leitað að orminum ógurlega í Guðmundarlundi og fjársjóðnum mikla sem skógarálfanir földu einhvern tíma í eld, eld gamla daga.
Það verður margt að gerast í Guðmundarlundi því að í skjóli trjáa og runna gerast ævintýrin.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 11:00 og lýkur kl. 13:00. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á seiðandi kakó og djús.
Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur og eldri systkini eru hvött til að finna barnið í sjálfum sér og taka þátt með börnunum í skógardegi barna í Guðmundarlundi.
Ljósmynd: Sóltré, Ragnhildur Jónsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Skógardagur barnanna í Guðmundarlundi á laugardaginn“, Náttúran.is: 18. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/18/skogardagur-barnanna-i-gudmundarlundi-laugardaginn/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.