Útkall til náttúruverndarfólks vegna Gálgahrauns
Í dag réðst starfsmaður Íslenskra Aðalverktaka að nokkrum Hraunavinum þar serm þeir voru að kanna aðstæður við Gálgahraun og ógnaði þeim með gröfu. Það er ekki hægt að búa við svona ógnanir í lýðræðissamfélagi og það er því brýnt að allt náttúruverndarfólk standi saman, mótmæli þessu og hindri frekari skemmdarverk á Gálgahrauni. Í dag náðu gröfur verktakanna að hraunjaðrinum að Gálgahrauni og á morgun munu þær hefja að mylja undir sig hraunkletta og berjabláan mosagróðurinn.
Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta vel klædd með kaffibrúsa og mótmæla þessari löglausu aðför að íslenskri náttúru. Það er hægt að mæta upp úr 7.30 í fyrramálið eða síðar.
Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu Álftanesvegar 2002, bls 52 þar sem framkvæmdin er talin „ásættanleg“, sjá grein á vef Garðabæjar. Þar segir m.a. „Hér má sjá hvernig þekkt Kjarvalsmótíf hafa verið staðsett (rauðir punktar) sem og sérstæðar hraunmyndanir (grænir punktar). Það er leið D sem hefur orðið fyrir valinu en leiðum B og C sem eru blálitaðar á myndinni var hafnað.“. Því er haldið fram að með þessu sé verið að „vernda menningar og náttúruminjar.
Birt:
Tilvitnun:
Framtíðarlandið, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Útkall til náttúruverndarfólks vegna Gálgahrauns“, Náttúran.is: 17. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/17/utkall-til-natturuverndarfolks-vegna-galgahrauns/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.