Tal iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, um að engin ágreiningur sé um friðun Þjórsárvera er ekki sannleikanum samkvæmt því Norðlingaalda - þar sem fyrirhuguðuð veita átti að liggja - er í Þjórsárverum.

Ennfremur, rammaáætlun kveður á um að virkjunarkosturinn Norðlingaölduveita sé í verndarflokki og því er stjórnvöldum lögskylt að hefja friðllýsingarferli þar sem Norðlingaalda verði innan friðlandsins í Þjórsárverum.

Um það sagði ráðherrann vitaskuld ekkert enda hefur hún og flokksfélagar hennar talað á þann veg að pólitísk afskipti af Rammaáætlun væru með öllu óviðeigandi.

Náttúruverndarsamtök Íslands átelja iðnaðarráðherra harðlega fyrir tilraun til að vekja á ný upp ósætti um verndun Þjórsárvera.

Birt:
14. ágúst 2013
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Iðnaðarráðherra vill breyta rammaáætlun með pólitísku handafli“, Náttúran.is: 14. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2013/08/14/idnadarradherra-vill-breyta-rammaaaetlun-med-polit/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: