Tvö ný fyrirtæki hafa nú lokið innleiðingarferli og eru fullgildir þátttakendur í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Þetta eru fyrirtækin Kynnisferðir ehf og Reykjavik Excursions en þau fengu bæði gullmerki í umhverfiskerfinu.

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions hófu rekstur árið 1968 og eru í dag meðal stærstu fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu. Árið 2010 var fyrirtækinu skipt í tvö fyrirtæki, Reykjavik Excursions ehf. sem býður meðal annars upp á dagsferðir frá Reykjavík auk þess að vera alhliða ferðaskrifstofa á innlendum markaði og Kynnisferðir sem sjá um allan akstur fyrir RE. Einnig sjá Kynnisferðir um rekstur Flugrútunnar og City Sightseeing rútunnar sem býður upp á skoðunarferðir um Reykjavík.

 

Á myndinni eru Helga Bryndís Jónsdóttir, Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, Þórarinn Þór, Jóhanna Hreiðarsdóttir og Kristján Daníelsson hjá Kynnisferðum-Reykjavík Excursions.

Sjá alla þá sem hafa uppfyllt umhverfiskerfi Vakans hér á Grænum síðum.

Birt:
13. ágúst 2013
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Kynnisferðir og Reykjavík Excursions nýir þátttakendur í Vakanum“, Náttúran.is: 13. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2013/08/13/kynnisferdir-og-reykajvik-excursions-nyir-thatttak/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: