Ítalska stórblaðið La Repubblica greindi frá því um helgina að ráðherrar í ítölsku stjórninni sem sinna landbúnaðarmálum (Nunzia De Girolamo), umhverfismálum (Andrea Orlando) og heilbrigðismálum (Beatrice Lorenzin) hafi undirritað tilskipun um bann við ræktun á erfðabreytta maísyrkinu MON810 á Ítalíu. "Landbúnaður okkar er byggður á líffræðilegri fjölbreytni og gæðum og við verðum að halda áfram að vinna að þeim markmiðum. Tilskipun okkar er aðeins fyrsti þátturinn, en sá brýnasti, í röð frekari aðgerða nýrrar stefnumörkunar um ræktun erfðabreyttra plantna í landi okkar,“ sagði Nunzia De Girolamo landbúnaðarráðherra Ítalíu.
 
Átta af hverjum tíu (80%) allra Ítala eru mótfallnir ræktun erfðabreyttra afurða. Bannið er einnig stutt af ítölsku bændasamtökunum Coldiretti og bandalagi ítalskra bænda Confederazione Italiana Agricoltori. Forseti hins síðarnefnda, Giuseppe Politi, segir mögulegt að framleiða matjurtir/korn sem eru án erfðabreyttra efna (GMO-free) á Ítalíu og í Evrópu, sem mundi verða umhverfinu og lýðheilsu til hagsbóta, en skapaði bændum einnig aukin sóknarfæri til aukinna tekna.

Birt:
15. júlí 2013
Höfundur:
La Repubblica
Uppruni:
La Repubblica
Tilvitnun:
La Repubblica „Ítölsk stjórnvöld banna ræktun á erfðabreytta maísyrkinu Mon810“, Náttúran.is: 15. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/07/15/itolsk-stjornvold-banna-raektun-erfdabreytta-maisy/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: