Óspillt náttúra er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar. Sameinumst um að standa vörð um hana!

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur sent frá sér meðfylgjandi póstkort og er dreifing á því hafin. Félagsmenn geta nálgast kortið sem er ókeypis, hjá stjórnarmönnum. Upplagt er að senda það vinum eða ættingjum með ósk um að okkur Íslendingum auðnist að standa saman um vernd okkar miklu auðlindar sem er ósnortin náttúra, - að það verði ekki framar liðið að henni sé fórnað á altari gróðaafla.

Hægt er að gerast félagi á vef Umhverfisvaktarinnar, smella hér.

Með kærri kveðju til allra náttúruunnenda!

Myndin er af kortinu.

Birt:
12. júlí 2013
Tilvitnun:
Ragnheiður Þorgrímsdóttir „Póstkort Umhverfisvaktarinnar“, Náttúran.is: 12. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/07/12/postkort-umhverfisvaktarinnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: