Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra sem inniheldur umfjöllun og tillögur nefndar um stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur nú verið gerð aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Nefndin telur mikilvægt að endurskoðuð löggjöf og stjórnsýsla á þessu sviði taki mið af þremur lykilstoðum, þ.e. vernd, velferð og veiðum villtra dýra. Hver þessara þátta myndi rammgerða undirstöðu laganna sem frekari útfærslur byggi á. Kemur fram að í núverandi löggjöf sé lögð áhersla á veiðar, og hafi almenn vernd og velferðarmál villtra dýra því að nokkru leyti orðið út undan, þó komið sé inn á þessa þætti í villidýralögum, lögum um dýravernd, náttúruvernd eða öðrum lögum.

Nánari umfjöllun um skýrsluna

Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra

I. viðauki - Samráð

II. viðauki - Listi yfir lög og alþjóðasamninga

III. viðauki - Athugasemdir við einstakar greinar villidýralaganna 

 

Birt:
3. júlí 2013
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra komin á vefinn“, Náttúran.is: 3. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/07/03/skyrslan-vernd-velferd-og-veidar-villtra-fugla-og-/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: