Fuglaskoðun í Heiðmörk
Fuglavernd í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með fuglaskoðun í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 4. júlí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 20:00, frá Elliðavatnsbænum og gengið meðfram vatninu og um nágrenni þess. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Edward Rickson leiða gönguna.
Allir velkomnir - munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.
Mynd: Óðinshani veitist að jaðrakan - ljósmyndari Sigurjón Einarsson.
Birt:
1. júlí 2013
Uppruni:
Skógræktarfélag ReykjavíkurFuglavernd - Fuglaverndarfélag Íslands
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Tilvitnun:
Hólmfríður Arnardóttir „Fuglaskoðun í Heiðmörk“, Náttúran.is: 1. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/07/01/fuglaskodun-i-heidmork/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.