Stjórn Fuglaverndar furðar sig á ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyja um að leyfa aftur veiði á lunda í Vestmannaeyjum og að ákvörðunin sé byggð á áliti bjargveiðimanna og mati þeirra á stofninum. Náttúrustofa Suðurlands sem hefur stundað rannsóknir á lunda um árabil var ekki spurð álits. Á heimasíðu Vestmannaeyja má sjá fundargerð bæjarráðs en þar segir: "Á fundinn komu fulltrúar bjargveiðimanna og gerðu grein fyrir afstöðu sinni til veiða og gjaldheimtu. Mat þeirra var að heimila ætti einhverja opnun á veiðum og treysta veiðimönnum til að meta ástandið." Fuglavernd telur þetta skammsýni af hálfu bæjarráðsins þar sem viðkoma lunda í Eyjum hefur ekki nægt til viðhalds varpstofnsins í átta ár samfellt.

Stjórn Fuglaverndar.

Ljósmynd: Lundi með nóg af æti, Jóhann Óli Hilmarsson.

Birt:
29. júní 2013
Tilvitnun:
Hólmfríður Arnardóttir „Fuglavernd furðar sig á að leyfa eigi lundaveiði í Vestmannaeyjum aftur“, Náttúran.is: 29. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/30/fuglavernd-furdar-sig-ad-leyfa-eigi-lundaveidi-i-v/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2013

Skilaboð: