Grænkál og hvítkál
Grænkál
Það er frumstæð tegund og auðveldara að rækta það heldur en aðrar káltegundir og það kemur fyrr upp. Grænkál er bragðgott og mikilvægt að temja sér að borða það hrátt. Ég stífi það úr hnefa í hvert sinn sem ég geng um garðinn til að fá mótvægi gegn miðdegiskaffibollanum. Þessi sterkgræna jurt er nauðsynleg í fæðubúskapnum og auðugri en annað grænmeti af vítamínum, málmsöltum og kalki. Grænkál er afbragð í súpur, búðinga, jafninga og pottrétti og hægt að nota það til bragðbætis í salat. Samt bregður því sjaldan fyrir í uppskriftum. Það er sjálfsagt að setja grænkál í kjötsúpu og grænkálsgratín er herramannsmatur. Af káltegundum svipar því mest til hvannarinnar en er þó alls ekki beiskt.
Hvítkál
Það er ekki fráleitt að setja hvítkálið niður nokkuð þétt ef maður er duglegur að nota það og hefur plantað snemma út og skýlt plöntunum vel. Grisja svo í júlí og nota í matinn.
Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin fæst keypt hér á Náttúrumarkaðinum.
Efri myndin er af grænkáli og sú neðri af hvítkálshaus, ræktað og ljósmyndað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Grænkál og hvítkál“, Náttúran.is: 19. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2007/11/09/grnkl-og-hvtkl/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. nóvember 2007
breytt: 14. mars 2014