Dagur hinna villtu blóma 2013
Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 16. júní árið 2013. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Árið 2013 verður boðið upp á plöntuskoðunarferðir sem hér segir:
- Reykjavík - Viðey. Mæting í Viðey kl. 12:30. Þátttaka í göngunni er ókeypis, en gestir þurfa að greiða ferjutoll til að komast þangað (fullorðnir: 1000 kr. og börn 7-15 ára: 500 kr.). Brottför til Viðeyjar frá gömlu höfninni kl. 12 og Skarfabakka kl. 12:15. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson.
- Borgarnes. Mæting kl. 10:00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í landi Hamars við Borgarnes. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason.
- Hvanneyri. Mæting kl. 14:00 við kirkjuna á Hvanneyri. Leiðsögn: Björn Þorsteinsson.
- Skorradalur. Mæting kl. 16:00 við Markeyri milli Háafells og Stálpastaða, norðan við Skorradalsvatn innanvert. Skoðaður verður gróður innan og utan skógræktargirðingar og könnuð áhrif sauð-fjárbeitar á gróðurfar. Leiðsögn: Þorvaldur Örn Árnason, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir og Jóhanna Berghild Hergeirsdóttir. Boðið er upp á jurtate, tínt á staðnum.
- Ólafsdalur við Gilsfjörð. Mæting kl. 14:00 við gamla landbúnaðar-skólann í Ólafsdal. Genginn verður hringur um svæðið, að grunni gamla tóvinnuskólans, meðfram ánni og aftur heim í Ólafsdal. Leiðsögn: Halla Steinólfsdóttir.
- Látrabjarg - Vesturbyggð. Mæting við vitann á Bjargtöngum kl. 14:00. Gengið verður um brúnir Látrabjargs og til baka um Seljadal sem hefur að geyma fjölbreyttari flóru og merkar mannvistaleifar. Fremur auðveld ganga sem tekur um 2 klst. Leiðsögn: Hákon Ásgeirsson landvörður.
- Ísafjörður. Mæting við Melrakkasetrið í Súðavík kl. 11:00. Leiðsögn: Kristjana Einarsdóttir og Cristian Gallo.
- Hólmavík. Mæting við sundlaugina á Hólmavík kl. 11:00. Áætlað er að ganga meðfram sjó við Hólmavík. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir.
- Siglufjörður. Mæting kl. 10:00 innst í Hólsdal þar sem vegurinn endar að vestanverðu. Gengið verður þaðan inn í tunguna milli Selár og Blekkilsár. Sterkir skór eða stígvél æskileg, því ganga þarf yfir snjó. Gróður snjódældanna skoðaður, að svo miklu leyti sem hann er kominn undan snjó. Leiðsögn: Hörður Kristinsson.
- Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 við bílastæðið norðan við BYKO. Leiðbeinendur: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfs-dóttir.
- Ásbyrgi. Mæting kl. 14:00 við Gljúfrastofu. Leiðsögn: Árni Björn Árnason landvörður.
- Neskaupstaður. Mæting kl. 10:00 á bílastæðinu við fólkvanginn. Gengið verður út í fólkvang Neskaupstaðar um Haga, Urðir og upp í Skálasnið. Gangan tekur um 1½ til 2 tíma. Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir.
- Fáskrúðsfjörður. Mæting kl. 10:00 við Selá rétt fyrir utan Eyri á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Gengið verður upp með Selánni í samstarfi við Göngufélag Suðurfjarða. Leiðsögn: Líneik Sævarsdóttir.
- Skaftafell. Mæting kl. 11:00 við Skaftafellsstofu. Leiðsögn: Hrafnhildur Ævarsdóttir, landvörður.
Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið með flóruvinum að þessum degi á hverjum stað fyrir sig undanfarin ár, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrusetrið á Húsabakka, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúru-fræðistofur landshlutanna og Umhverfisstofnun.
Birt:
Tilvitnun:
Hörður Kristinsson „Dagur hinna villtu blóma 2013“, Náttúran.is: 15. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/15/dagur-hinna-villtu-bloma-2013/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.