Einn þessarra hlýtur Náttúru og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013
Norðurlandaráð tilkynnir tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlaunanna árið 2013. Verðlaunin verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur þróað vöru, uppfinningu eða með öðrum hætti aukið skilvirka nýtingu auðlinda og þar með stuðlað að minni neikvæðum áhrifum mannsins á náttúruna.
Afhending verðlauna Norðurlandaráðs fer fram á Norðurlandaráðsþingi ár hvert. Nýlunda er að nöfn verðlaunahafanna verða ekki tilkynnt fyrr en á verðlaunahátíðinni sem haldin verður í óperunni í Ósló þann 30. október. Verðlaunaafhendingin er sameignleg fyrir öll verðlaun Norðurlandaráðs og verða allir tilnefndir á staðnum.
Norska ríkissjónvarpið sjónvarpar verðlaunaafhendingunni ásamt ríkissjónvarpsstöðvum hinna norrænu ríkjanna. Verðlaunahafar fá 350.000 danskar krónur í verðlaun og í fyrsta sinn einnig glænýjan verðlaunagrip sem verður eins fyrir öll fimm verðlaun.
Nánar um verðlaunaafhendinguna: Samnorræn sjónvarpsútsending frá afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs
Þeir tíu sem tilnefndir eru til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2013 eru kynntir hér á eftir í stafrófsröð:
ASKO, heildsala sem verslar með matvörur (Noregur)
ASKO er tilnefnt fyrir umhverfisstarf sitt og skýra umhverfisstefnu sem meðal annars kemur fram í því að fyrirtækið leggur áherslu á að nota lífrænt eldsneyti við þungaflutninga og og er sjálfbært með endurnýjanlega orkugjafa.
Nánar um ASKO: www.asko.no
Carbon Recycling International, Nýsköpunarfyrirtæki (Ísland)
Carbon Recycling International er tilnefnt fyrir að hafa fundið upp og þróað aðferð til þess að vinna koltvísýring (CO₂) úr iðnaðarútblæstri og breyta í umhverfisvænt og endurnýjanlegt metanól.
Nánar um Carbon Recycling: http://www.carbonrecycling.is/
HINKU Kolneutral komun, umhverfisverkefni sveitarfélags (Finnland)
HINKU-verkefnið er tilnefnt fyrir að vinna að því að minnka umhverfisskaðlega losun með það að markmiði að skapa koltvísýringshlutlaust sveitarfélag.
Nánar um HINKU: http://www.hinku-foorumi.fi/
Hållbara Hav, verkefni (Svíþjóð)
Hållbara Hav er tilnefnt fyrir verkefni sitt, m.a. námstefnu og sýningu, sem beindi kastljósinu að umhverfisvænni umferð á hafinu, með sérstakri áherslu á Eystrasaltið.
Nánar um Hållbara Hav: http://www.hallbarahav.nu/
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna, (Ísland)
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna er tilnefndur fyrir mikilvægi skólans við þróun, innleiðingu og vinnslu á jarðvarmaorku.
Nánar um Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna: http://www.unugtp.is/
Katvig ApS, barnafataframleiðandi (Danmörk)
Katvig ApS er tilnefnt fyrir framleiðslu sína á umhverfisvænum barnafötum og vinnu sína að sjálfbærni.
Nánar um Katvig ApS: http://www.katvig.dk/pocket/
Selina Juul, samtökin Stop Spild Af Mad (Danmörk)
Selina Juul er tilnefnd sem stofnandi neytendasamtakanna Stop Spild Af Mad - stærstu frjálsu félagasamtaka í Danmörku sem berjast gegn ástæðulausri sóun á mat.
Nánar um Selina Juul: http://www.stopspildafmad.dk/
Solvatten AB, vatnshreinsun (Svíþjóð)
Solvatten AB er tilnefnt fyrir umhverfisvænt vatnshreinsikerfi fyrir þróunarlönd, sem einungis notar sólarljós sem orkugjafa.
Nánar um Solvatten AB: http://www.solvatten.se/
Tomra AS, umhverfistæknifyrirtæki (Noregur)
Tomra AS (best þekkt fyrir sjálfvirkar vélar sem taka við umbúðum) er tilnefnt fyrir að stuðla að flokkunarmenningu og minnkun sorps með aðstoð einfaldrar endurvinnslu.
Nánar um Tomra AS: www.tomra.com
Ålands Biodlarförening, félag býflugnaræktenda (Álandseyjar)
Ålands Biodlarförening er tilnefnt fyrir starf sitt að því að útrýma varroa sníkjudýrinu á Álandseyjum.
Nánar um Ålands Biodlarförening : http://biodlarna.ax/
Þannig eru þeir valdir sem tilnefndir eru:
Íbúar norrænu ríkjanna hafa sent inn tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna ársins. Í þetta sinn voru tillögurnar 24.
Hér eru allar tillögurnar: Tillögur að tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2013
Ákvörðun um hverjir eru tilnefndir er tekin af norrænni dómnefnd sem er skipuð 13 einstaklingum, tveimur frá hverju norrænu ríkjanna og einum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.
Nánar um tilnefningarferlið: Um náttúru- og umhverfisverðlaunin
Birt:
Tilvitnun:
Norden - Norræna ráðherranefndin „Einn þessarra hlýtur Náttúru og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 “, Náttúran.is: 16. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/16/einn-thessarra-hlytur-natturu-og-umhverfisverdlaun/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.