A1-600WFyrirtækið Icewind hefur þróað og er nú að hefja framleiðslu á vindmyllum sem henta við íslenska veðráttu. Myllurnar eru í stærðum frá 600W til 1500W. 

Á heimssíðu fyrirtækisins má finna þessa lýsingu á minnstu vindmyllunni:

A1-600W er minnsta vindmyllan sem við smíðum. Hún framleiðir 600W við 10m/s og getur framleitt allt að 1000W við 18m/s og hærra. Rafallinn um borð er þriggja fasa AC sísegla rafall sem er endingargóður og einfaldur. Með vindmyllunni kemur útsláttarrofi og díóðubrú sem breytir AC yfir í DC, til að hægt sé að hlaða rafgeyma. Þjú mismunandi blöð er hægt að velja um, frá 1.5 metra þvermál og uppí 2.5 metra og fer val þeirra eftir meðal vindhraða og hámarks vindhraða hverju sinni.

Birt:
5. júní 2013
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Íslenskar vindmyllur“, Náttúran.is: 5. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/05/islenskar-vindmyllur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: